Fara í efni

Viðræður við sveitarfélögin í hnút, viðræðum slitið og deilan til ríkissáttasemjara

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga sem starfa innan BSRB hafa slitið kjaraviðræðum við Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstarfsmannafélögin í kraganum þ.e. Starfsmannafélag Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs  og Suðurnesja eru aðilar að þessum viðræðum. Ekkert hefur miðað í viðræðum um launalið nýs kjarasamings síðustu þrjá sólarhringa og þar greinir aðila einkum á.

Fyrir liggur að nýgert SALEK samkomulag og leiðrétting á starfsmati er að trufla viðræðurnar. Sveitarfélögin hafa blandað löngu tímabærum og afturvirkum leiðréttingum á starfsmati inn í yfirstandandi kjarasamningagerð og vilja þannig draga úr launahækkunum á samningstímanum til að mæta kostnaði við starfsmatsleiðréttinguna. Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna hefur teygt sig eins eins langt og mögulegt er til að að mæta sveitarfélögunum, t.d. með tilboði um dreifingu launahækkana á samningstímanum. Lengra verður ekki komist við samningaborðið án verkstjórnar og því hefur deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara.

Rétt er að taka fram að starfsmatið á ekki við um STAG.