Fara í efni

Reglur menntasjóðs STAG

Reglur Menntasjóðs STAG

Reglugerð fyrir Menntasjóð félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar 

1. grein

Sjóðurinn heitir Menntasjóður félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar (STAG) og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í þessari reglugerð.

Heimili sjóðsins og varnarþing er í Garðabæ. 

2. grein

Markmið sjóðsins eru:

a) Að greiða að hluta eða fullu námskeið er sjóðfélagar sækja eða nám er þeir stunda til að auka við almenna menntun sína eða áhugasvið

b) Að taka þátt í kostnaði við menntun sjóðfélaga ef störf þeirra eru lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga og gera þeim þannig kleift að taka að sér önnur störf

c) Að veita þeim er hafa verið sjóðfélagar í að minnsta kosti fimm ár og eru að nálgast eftir-launaaldur fjárstyrk til að skapa sér ný viðfangsefni. Sjóðfélagar geta átt rétt á slíkum styrk í allt að tvö ár eftir að þeir hafa lokið störfum fyrir aldurs sakir.

d) Að veita fé til námskeiðahalds eða annarrar fræðslustarfsemi á vegum STAG. 

3. grein

Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum aðilum til tveggja ára í senn.  Tveir skulu kosnir á aðalfundi STAG og tveir skipaðir af bæjarstjórn.  Stjórnin skal halda gerðabók og rita í hana allar ályktanir sínar.  Meirihluti stjórnarmanna þarf að greiða ályktun atkvæði til að hún sé lögleg.  

4. grein

Tekjur sjóðsins eru:

a) Framlag úr bæjarsjóði Garðabæjar í samræmi við gildandi kjarasamning, nú 0,4% af heildarlaunum sjóðfélaga

b) Vextir. 

5. grein

Úthlutað er úr sjóðnum ellefu sinnum á ári.

Umsækjandi skal hafa verið í STAG eigi skemur en eitt ár til að eiga rétt á styrk.

Hafi umsækjandi greitt í stéttarfélög innan BSRB getur hann flutt félagsaldur yfir til STAG. Til þess að fá félagsaldur metinn þarf að skila inn yfirliti yfir greiðslur frá fyrri stéttarfélögum.

Umsækjandi skal vera í starfi þegar hann sækir um og notar styrkinn nema staða hans hafi verið lögð niður og styrkurinn varði menntun hans eða endurhæfingu eða um eftirlaunaþega sé að ræða, sbr. c-lið 2. greinar.

Fari félagsmaður á atvinnuleysisbætur og greiðir jafnframt félagsgjöld til STAG, heldur hann réttindum sínum í allt að eitt ár.

Sjóðstjórn skal ákveða hámark úthlutunarstyrks samkvæmt stöðu sjóðsins hverju sinni.  Upphæð styrks er mismunandi eftir því hvert starfshlutfall umsækjanda síðustu 12 mánaða er og hversu lengi hann hefur greitt iðgjald í STAG. 

Umsækjandi sem hefur verið í fullu starfi í a.m.k. fimm ár og fer í skert starfshlutfall vegna aldurs heldur óbreyttum réttindum.  

Fyrir árið 2022 er styrkveiting sem hér segir:

Aðild að STAG

Starfs-hlutfall

Upphæð styrks allt að kr.

 

1 – 2 ár

1-24%

13.500

 

25-49%

27.500

 

50-74%

41.000

 

75-100%

54.000

 

3 – 4 ár

1-24%

19.000

 

25-49%

38.000

 

50-74%

57.000

 

75-100%

76.000

 

5 - 9 ár

1-24%

27.500

 

25-49%

55.000

 

50-74%

82.500

 

75-100%

110.000

 

10 ár +

1-24%

37.500

 

25-49%

75.000

 

50-74%

112.500

 

75-100%

150.000

 

6. grein   

Sótt er um rafrænt í sjóðinn inn á „Mínum síðum“ á heimasíðu STAG.

Í umsókn skal koma fram lýsing á því námi eða verkefni sem styrkja á, áætlaður kostnaður, námstími og aðrar upplýsingar sem nýtast við yfirferð umsóknar.  Á grundvelli umsóknar tekur stjórnin ákvörðun um styrkveitingu.  Ófullnægjandi eða rangar upplýsingar verða til þess að umsókn sé hafnað.    

7. grein

Gjaldkeri STAG annast reikningshald sjóðsins, innheimtir tekjur sjóðsins og innir af hendi greiðslur úr honum eftir tilvísun sjóðstjórnar.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.  Ársreikninga skal semja með ársreikningi STAG.   

8. grein

Árlega skal sjóðstjórn gera skýrslu þar sem gerð er grein fyrir fjárhag sjóðsins og starfsemi hans næsta reikningsár á undan.  Skýrslan skal afhent bæjarstjórn og stjórn STAG.    

9. grein

Reglugerð þessi öðlast gildi með samþykki stjórnar STAG 16. janúar 2019.