Fara í efni

Hverjir teljast til trúnaðarmanna?

Með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 voru fyrst lögfest ákvæði um trúnaðarmenn auk skilgreiningar á því hverjir teljist trúnaðarmenn og eru þau ákvæði enn í fullu gildi fyrir almennan markað.

Nánari skilgreiningar og réttindaákvæði um trúnaðarmenn má ýmist finna í kjarasamningum, samkomulagi heildarsamtaka um trúnaðarmenn eða í lögum um opinbera starfsmenn. Hér verður nánar fjallað um þau ákvæði er gilda um trúnaðarmenn hjá sveitarfélögum.  Umfjöllunin miðar eingöngu við félagsmenn í STAG.

Opinberir stafsmenn (ríki og sveitarfélög)

Í samkomulagi um trúnaðarmenn í kjarasamningum 2011 er að finna nánari skilgreiningu á því hverjir teljast trúnaðarmenn sem er víðtækari en í ofangreindum lögum, en eftirtaldir teljast til trúnaðarmanna:

  1. Kjörnir trúnaðarmenn á vinnustöðum.
  2. Stjórnarmenn stéttarfélaga.
  3. Samninganefndarmenn stéttarfélaga.
  4. Fulltrúar í aðlögunar-, úrskurðar-, og samstarfsnefndum.

Ofantaldir aðilar njóta þeirra réttinda og verndar sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 gera ráð fyrir.  Þá er að finna í ofangreindu samkomulagi rétt trúnaðarmanna til fjarveru vegna trúnaðarstarfa. Sjá nánar umfjöllun um réttindi og vernd trúnaðarmanna.