Mannauðssjóður

Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Kjalar, Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum.

Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023.

....................

Mannauðssjóður KSG veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, svo sem vegna námskeiðs/starfs náms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn og stjórnir ofangreindra starfsmannafélaga. Stjórn sjóðsins getur að eigin frumkvæði sett sjálf á laggirnar verkefni fyrir aðila að sjóðnum.

Mannauðssjóður KSG er samstarf Starfsmannafélaga Kópavogs, Suðurnesja og Garðabæjar. Sjóðurinn er með aðsetur á skrifstofu Starfsmannafélags Garðabæjar.


Í kjarasamning segir þetta um Mannauðssjóð KSG: 

13.5 MANNAUÐSSJÓÐUR
13.5.1

Launagreiðandi greiðir sérstakt gjald í Mannauðssjóð KSG bæjarstarfsmannafélaga. Gjald þetta skal nema 0,20% af heildarlaunum til félaga starfsmannafélagsins.


Mannauðssjóðurinn hefur eina stjórn með jafnri stjórnarþátttöku beggja samningsaðila.

Sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn geta sótt um styrki vegna símenntunarverkefna fyrir starfsmenn. Samþykktir sjóðsins og aðrar upplýsingar um hann eru á vefsíðunni www.stag.is/is/sjodir/mannaudssjodur