Fara í efni

Menntasjóður

Styrkupphæðir hjá menntasjóði miðað við fullt starf:

Eftir 1 ár í starfi: 54.000

Eftir 3 ár í starfi:  76.000

Eftir 5 ár í starfi:  110.000

Eftir 10+  ár í starfi:  150.000

Sjá nánar í reglum sjóðsins þar sem farið er eftir starfshlutfalli:  

Rétt til styrkveitingar eiga þeir sem hafa verið félagar í STAG í a.m.k. eitt ár.

Úthlutað er einu sinni í mánuði (fljótlega upp úr hverjum mánaðamótum).  Greiðsla styrkja fer að jafnaði fram 25. hvers mánaðar.

Umsókn í sjóðinn má nálgast hér.  Þegar þú ert búin/n að senda umsóknina áttu að fá upp texta sem segir eitthvað á þá leið að umsóknin sé móttekin og hafi verið send stjórn menntasjóðsins.  Fáir þú ekki þetta upp er eitthvað ekki rétt í umsókninni.  Ekki mega t.d. vera bil í símanúmerinu.

Öllum umsóknum er svarað með bréfi eða í tölvupósti. Eftir að jákvætt svar hefur borist frá sjóðsstjórn þá þurfa umsækjendur að koma frumriti reiknings til starfsmanns STAG á skrifstofu okkar í kjallara Vídalínskirkju.

 Úthlutað er einu sinni í mánuði.

Upplýsingar frá www.rsk.is  
 

Skattskyldir styrkir

Hér að neðan eru talin upp nokkur dæmi um skattskylda styrki. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. Fjallað er um styrki sem greiddir eru af stéttarfélögum undir sér lið. Í einhverjum tilvikum getur verið heimilt að færa kostnað til frádráttar, annað hvort að öllu leyti eða að ákveðnu hámarki.

Námskeiðsstyrkir

Námskeiðsstyrkir eru skattskyldar tekjur. Heimilt getur verið að færa kostnað til frádráttar ef um er að ræða styrki til að sækja námskeið eða endurmenntun sem tengist starfi styrkþega. Ef um er að ræða námskeið sem er ótengt starfinu, t.d. vegna tómstundagamans, er frádráttur óheimill.

Íþróttaiðkun

Hlunnindi (styrkir) vegna greiðslu launagreiðenda/stéttarfélaga á kostnaði vegna íþróttaiðkunar teljast ekki til tekna launþega að tilteknu hámarki sem ákvarðað er árlega í skattmati. Greiðslur sem fara samanlagt umfram fjárhæð í skattmati teljast til skattskyldra styrkja. Skiptir ekki máli þótt greiðslur komi frá fleiri en einum aðila undanþegin fjárhæð getur aldrei orðið hærri en fjárhæð samkvæmt skattmati. Skilyrði er að lagðir hafi verið fram fullgildir reikningar fyrir greiðslu á kostnaði vegna aðgangs að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbba, sem og þátttökugjalda vegna annarrar hreyfingar sem stunduð er með reglubundnum hætti.

Gera þarf grein fyrir fengnum greiðslum vegna íþróttaiðkunar í skattframtali sem og undanþeginni fjárhæð. Sé greiðsla hærri en hámarksfjárhæð sem undanþegin er samkvæmt skattmati telst mismunurinn til skattskyldra tekna. Séu greiðslur lægri fjárhæð en undanþegin er teljast þær ekki til skattskyldra tekna launþega en gera þarf grein fyrir þeim í skattframtali.

Samgöngustyrkir - samgöngugreiðslur

Nám, rannsóknir og vísindastörf

Styrkir til náms, rannsókna og vísindastarfa eru skattskyldar tekjur. Á móti námsstyrk er heimilt að færa til frádráttar beinan kostnað við námið, s.s. skólagjöld, en ekki kostnað við framfærslu sem telst vera persónulegur kostnaður. Óheimilt er að færa kostnað vegna kaupa á eignum til frádráttar á móti þessum styrkjum.

Á móti styrkjum til rannsókna og vísindastarfa er heimilt að færa beinan kostnað við hvert verkefni. Oft er um að ræða styrki vegna tiltekinna lengri og umsvifameiri verkefna sem eru þá gerð upp eins og rekstur.