Fara í efni

Reglur Mannauðssjóðs

Starfsreglur Mannauðssjóðs 

Starfsmannafélags Kópavogs,

Starfsmannafélags Suðurnesja og

Starfsmannafélags Garðabæjar

Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Kjalar, Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum.

Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023. 

 

Reglur sjóðsins tímabundið breyttar vegna lokunar á styrkveitingar vegna ferða og gistikostnaðar eru hér að neðan.

Símenntunarstyrkir

Mannauðssjóður KSG veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, svo sem vegna námskeiðs/starfs náms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn og stjórnir ofangreindra starfsmannafélaga. Stjórn sjóðsins getur að eigin frumkvæði sett sjálf á laggirnar verkefni fyrir aðila að sjóðnum.

Sjóðurinn veitir eingöngu styrk vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs, Starfsmannafélags Suðurnesja og/eða Starfsmannafélags Garðabæjar í því fræðsluverkefni sem umsækjandi stendur fyrir.

Umsókn skal skila til sjóðsins á þar til gerðu eyðublaði. Stjórn Mannauðssjóðs KSG afgreiðir fyrst styrkloforð með samningi sem gerður er á milli stjórnar Mannauðssjóðs og styrkþega. Að verkefni loknu skal fylla út og skila til sjóðsstjórnar sérstöku uppgjörs eyðublaði/greinargerð. Fullnaðaruppgjör og greiðsla styrkja fer fram að verkefni loknu eftir að fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Allar umsóknir eru teknar fyrir á stjórnarfundum sem haldnir eru ársfjórðungslega eða eins oft og þurfa þykir.

  1. Meta skal umsóknir með hliðsjón af því að námið nýtist starfssviðum stofnanna.
    Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir séu til þess fallin að efla símenntun starfsmanna þeirra sem aðild eiga að sjóðnum og stuðla að markvissri starfsþróun þeirra sbr. markmið / hlutverk sjóðsins. Þegar veittur er styrkur úr sjóðnum skulu starfsmenn umsækjanda vera í starfi, bæði þegar sótt er um og þegar styrkurinn er nýttur.
  2. Styrkumsóknum, sem samþykktar eru, er svarað til þess ábyrgðaraðila sveitafélags/stofnunar sem er ábyrgur fyrir umsókn. Með svarskeyti fylgir Uppgjörseyðublað sem mikilvægt er að ábyrgðaraðili kynni sér mjög vel áður en framkvæmd verkefnis hefst.
  3. Hver stofnun getur fengið styrk vegna símenntunar á þriggja ára fresti (einu sinni á hverjum 36 mánuðum miðað við framkvæmdartíma síðustu úthlutunar). Sé styrkur ekki fullnýttur til námskeiðshalds innanlands má sjóðsstjórn víkja frá 3 ára reglu.
    Ferðatími telst aldrei til dagskrártíma. Launakostnaður félagsmanna telst aldrei til námskeiðskostnaðar.
  4. Allir styrkir eru greiddir eftir að verkefni hefur náð fram að ganga og eru greiddir gegn  framvísun kvittana fyrir kostnaði og staðfestingu um þátttöku.
  5. Sjóðurinn veitir eingöngu styrk vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum og greitt hefur verið af til sjóðsins. 
  6. Heimilt er að sækja um styrki sex mánuði aftur í tímann.
    Ef stofnun hefur ekki nýtt sér styrk sem hún hefur fengið úthlutað sex mánuðum eftir tilkynningu þess efnis fellur styrkurinn niður.

 

Styrkir vegna náms- og kynnisferða stofnana og fræðsluverkefna
Við mat á umsóknum um styrk til stofnunar vegna fræðsluverkefna, náms- og kynnisferða starfsmanna gilda eftirfarandi reglur.

1. Náms- og kynnisferðir eru skipulagðar heimsóknir/námsferðir sem farnar eru í þeim tilgangi að kynna sér sambærilegt starf innanlands og/eða utan.

Þegar tilskilin gögn liggja fyrir skulu eftirtalin atriði m.a. höfð til hliðsjónar við mat á umsóknum:

a.  Ákvæði í reglum og samþykktum Mannauðssjóðs KSG.

b.  Faglegt gildi ferðarinnar fyrir starf stofnunar og skal þá haft í huga hvort um er að ræða ráðsstefnu, kynningu og/eða tengsl við nýbreytni- eða þróunarstarf.

c.  Umfang dagskrár. Miða skal við að dagskrá náms- og kynnisferða standi yfir ekki skemur en sem nemur einum og hálfum degi eða 12 klst.

d.  Tekið er mið af tímasetningu/framkvæmdatíma síðustu styrkveitingar hvenær sveitarfélag/stofnun getur sótt um styrkveitingu að nýju.

2. Styrkur til náms- og kynnisferða erlendis er kr. 100.000

Heimilt er að bæta við styrk vegna ferðakostnaðar innanlands ef fjarlægð frá heimabyggð að flugstöð er meira en 100 km. Ferðastyrkur er þó að hámarki kr. 30.000,-

Ef sambærileg námskeið eru í boði innanlands er ferða og gistikostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur ef námskeiðið er haldið erlendis.
Færa þarf skýr rök fyrir því að námskeið þurfi að fara fram erlendis.

3. Styrkur til fræðsluverkefna, náms- og kynnisferða innanlands er kr. 100.000.

Veittir eru styrkir vegna ferðakostnaðar og gistingar ef áfangastaður er í 100 km eða lengra frá heimabyggð.

Dagskrá í náms og kynnisferðum innanlands má vera styttri en 12 klst og miðast styrkupphæð þá hlutfallslega við tímalengd. (6 klst = 50% af styrkupphæð)

4. Tíðni styrkveitinga

Stofnanir hljóti að jafnaði ekki styrk oftar en á þriggja ára fresti vegna fræðsluverkefna, náms- og kynnisferða.

5. Ef sótt er um styrki til annarra aðila

Umsækjendur tilgreini styrki sem sótt er um til annarra aðila.

6. Umsóknareyðublað

Umsækjendur skulu fylla út þar til gert umsóknareyðublað þar sem kemur m.a. fram nákvæm lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um, skipulag verkefnisins, efnisinntak, áætluð framkvæmd (dagskrá og staðfestingar móttökuaðila), kostnaðaráætlun, aðrir styrkir og framlag umsækjanda. Þátttakendalisti félagsmanna skal einnig fylgja. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

7. Frágangur og rökstuðningur

Vanda skal frágang umsókna, rökstyðja hvernig styrkurinn nýtist félagsmönnum í starfi og til starfsþróunar. Heimilt er stjórn að endursenda umsókn ef hún inniheldur ekki fullnægjandi upplýsingar um verkefnið.

8. Greinargerð

Styrkhöfum er skylt að skila sjóðsstjórn greinargerð á þar til gerðu eyðublaði að verkefni loknu, lokadagskrá ferðar, raun þátttakendalista, skýru sundurliðuðu kostnaðaryfirliti ásamt reikningum og greiðslukvittunum.

Sjóðstjórn er heimilt að víkja frá framangreindum starfsreglum.

Reglur þessar taka gildi frá og með 23. október 2023

Breyttar reglur taka gildi frá og með 24. desember 2023