Fara í efni

Mannauðssjóður KSG

Lokað hefur verið tímabundið fyrir móttöku nýrra umsókna inn í Mannauðssjóð KSG frá og með 1. október 2018. Endurskoðun á úthlutunarreglum er í vinnslu og því er ekki rétt að hafa opið fyrir umsóknir á meðan sú vinna er í gangi.

Greiðslur vegna þegar samþykktra umsókna fara fram eftir að nauðsynlegum gögnum hefur verið skilað til sjóðsins.

Það er von okkar að þetta komi sér ekki illa fyrir félagsmenn.

Stjórn MAUS

MAUS: Mannauðssjóður Kópavogs, Suðurnesja og Garðaæbjar

Mannauðssjóður KSG er samstarf Starfsmannafélaga Kópavogs, Suðurnesja og Garðabæjar. Sjóðurinn er með aðsetur á skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs.

---------------------------------------------

Mannauðssjóður KSG veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, svo sem vegna námskeiðs/starfs náms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar samkvæmt samþykktum sjóðsins.

Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn og stjórnir ofangreindra starfsmannafélaga. Stjórn sjóðsins getur að eigin frumkvæði sett sjálf á laggirnar verkefni fyrir aðila að sjóðnum.