Fara í efni

Stjórn STAG fundaði með trúnaðarmönnum

Mánudaginn 24. febrúar 2020 var haldinn  fundur stjórnar STAG og trúnaðarmannaráðs. Stjórn fór yfir framkvæmd kosninga  til verkfallsboðunar og svaraði spurningum trúnaðarmanna. Einnig var farið yfir gang kjarasamningsviðræðna og hvernig kjarasamningsviðræður fara fram. Fundurinn var mjög upplýsandi fyrir alla fundarmenn og góðar umræður fóru fram.

Ákveðið var að bíða átekta með ákvörðun um endurkosningu í þeirri von að kjaraviðræður séu að komast á gott skrið. Stjórn og trúnaðarmenn munu hittast mjög fljótlega aftur til að fara yfir stöðu mála.  

Stjórn þakkar trúnaðarmönnum kærlega fyrir gagnlegan fund og hreinskiptar umræður.

STAG hvetur félaga til að senda netföng sín til félagsins á stag@stag.is þannig að tryggt sé að unnt sé að senda félagsmönnum tölvupósta með nýjustu fréttum og upplýsingum.