Fara í efni

Næstu verkfallsdagar á leikskólum

Vegna misræmis í verkfallsboðun og dagsetningum í kosningu um verkfallsaðgerðir fellur niður síðasti verkfallsdagur þessarar viku.
 
Kosið var um 24. maí en auglýstur var 25. maí.
 
Næsta verkfallslota á leikskólum er því í næstu viku samkvæmt áætlun:
 
30. maí - hálfur dagur
31. maí - heill dagur
1. júní - hálfur dagur
 
Við minnum á skráningu á skrifstofu félagsins á þeim dögum sem þið ættuð að vera í vinnu.
 
Vegna greiðslu verkfallsbóta þá óskar félagið einnig eftir að fá afrit af síðasta launaseðli eða ráðningarsamning til skrifstofu félagsins. Hægt að senda í tölvupósti á stag@stag.is eða koma með á skrifstofuna.