Fara í efni

Kjarasamningur undirritaður - kynning og kosning

Í dag var undirritaður kjarasamningur STAG við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla mánudaginn 30. nóvember 2015 kl. 17.15 og þar verður samningurinn kynntur.

Í kjölfar fundar hefst atkvæðagreiðsla vegna samningsins. Atkvæðagreiðsla mun einnig verða opin á skrifstofu félagsins sem hér segir:

Þriðjudagur 1. des: Kl. 11.30 til 13.30 og kl. 16.30 til 18.00

Samningur okkar er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög hafa samið um. Helstu atriði hans eru eftirtalin:

  • 7,7% launahækkun, afturvirk frá 1. maí s.l. eða að lágmarki 25.000 krónur.
  • Desember uppbót ársins verður 100.700.
  • Fatakafli breytist nokkuð.
  • Gildistími er 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Samninginn má sjá hér og launatöflur hér: 2015, 2016, 2017 og 2018.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og á kjörstað.