Fara í efni

Kjarasamninga strax!

Ágætu félagar STAG. Í dag hefjast kosningar um frekari verkfallsaðgerðir til að setja þrýsting á viðsemjendur að setjast að alvöru yfir gerð kjarasamings. Með því að samþykkja frekari vinnustöðvanir erum við að biðla og skora á bæjaryfirvöld að setja sig af alvöru inn í málavöxtu og þrýsta á farsæla lausn. Það er allra hagur að þetta leysist skjótt og vel.
 
Öll bíðum við eftir uppfærðum kjarasamning sem átti að taka gildi frá 1. apríl.
 
Stjórn STAG hvetur alla félagsmenn til að tjá hug sinn með því að kjósa.
 
Hægt er að skrá sig inn hér og kjósa, athugið að nota þarf rafræn skilríki. https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com
 
Mikilvægt er að klára kosningu með því að fletta alla leið niður kjörseðilinn og smella þar á "Kjósa" eftir að svarmöguleiki hefur verið valinn. Þá birtist staðfestingargluggi sem þarf einnig að samþykkja og þá fyrst er kosningu lokið. 
 
Frekari upplýsingar um deiluna sjá á heimasíðu BSRB.