Fara í efni

Dýrahald í orlofshúsum STAG

Stjórn og orlofsnefnd STAG hafa ákveðið að leyfa dýrahald til reynslu í tveimur orlofshúsum til viðbótar, í Tröllagili á Akureyri og í Arnarborg 7 í Stykkishólmi, en nú þegar er dýrahald leyft í Reykjabæ í Reykjaskógi.

Frá og með sumartímabili sem hefst 31.05.2024, verður því heimilt að vera með dýr í þessum þremur húsum.