Fara í efni

Breyttir styrkir hjá Mannauðssjóð KSG

Stjórn Mannauðssjóðs KSG samþykkti breytingar á styrkupphæðum á fundi 11. október 2023. 

Í bókun stjórnar segir: 

Í ljósi fjárhagsstöðu sjóðsins, miðað við fyrirliggjandi samþykktar styrkveitingar, var tekin ákvörðun um að lækka styrkveitingar úr 130.000 kr. í 100.000 með viðeigandi breytingum á reglum sjóðsins sem taka gildi frá og með 23. október 2023.

Breyting þessi gildir fyrir allar umsóknir sem berast eftir 23. október og fyrir allar ferðir sem farnar verða árið 2024 hafi umsókn borist fyrir 23. október. 

Nýjar reglur sjóðsins má finna hér.