Fara í efni

Atkvæðagreiðsla um nýundirritaðan kjarasamning

Klukkan 12:00 á hádegi fimmtudaginn 15. júní hefst rafræn atkvæðagreiðsla um nýundirritaðan kjarasamning Starfsmannafélags Garðabæjar (STAG) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning mun standa til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 19. júní. Kjörgengi hafa allir félagsmenn hjá STAG sem eru í starfi hjá Garðabæ og fengu greidd laun 1. júní sl.

Slóð inn á kosningakerfið er hér 

Þar má finna eintak af samningnum til lestrar.

Upplýsingar vegna umsókna um verkfallsbætur munu verða sendar til félagsmanna í næstu viku.