Orlofssjóður STAG fær tillag frá launagreiðanda sem er 1,7% af heildarlaunum félagsmanna.
STAG býður félagsmönnum upp á marga góða og fjölbreytta kosti í orlofsmálum. Sjá nánar á Orlofsvef félagsins.
Dýrahald:
Dýrahald er leyft til reynslu í þremur af sex orlofshúsum STAG innanlands.
Sumarið 2024 var þeim húsum fjölgað þar sem leyfilegt er að vera með gæludýr og hefur það mælst vel fyrir hjá félagsmönnum. Dýrahald er leyft til reynslu í Arnarborg 7 í Stykkishólmi, Tröllagili 3 á Akureyri og í Reykjabæ í Reykjaskógi.
Nauðsynlegt er að ganga vel um og þrífa upp allan úrgang eftir dýrin.
Úthlutun sumar og páskar innanlands:
Í janúar/febrúar er opnað fyrir umsóknir um orlofshús að sumri. Einnig er opnað fyrir umsóknir um páska innanlands á svipuðum tíma.
Haust og vetrarleiga innanlands, september-maí:
Opnað er fyrir nýjan mánuð fyrsta virka dag hvers mánaðar kl. 12. Opið fyrir líðandi mánuð og næstu tvo mánuði sem á eftir koma. Hér gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Orlofshús á Spáni:
Úthlutun sumar og haust:
Í janúar/febrúar er opnað fyrir umsóknir um orlofshús að sumri og út október.
1. apríl er opnað fyrir nóvember til og með apríl, "fyrstur kemur fyrstur fær".