TV einingar

TV einingar komu inn í samning STAG við Samband Íslenskra sveitafélaga 1. Janúar 2020. TV einingar eru afrakstur ánægjulegs samstarfs félagsins og Garðabæjar.

Hér má sjá fylgiskjalið um þær:

Fylgiskjal 4: Tímabundin viðbótarlaun

Með tímabundnum viðbótarlaunum er búinn til farvegur fyrir greiðslur vegna ýmiss konar aðstæðna sem hafa áhrif á starfsmanninn og vinnuframlag hans sem í eðli sínu eru tímabundnar. Slíkar aðstæður geta falist í tímabundnu álagi og verkefnum umfram eðlilegar aðstæður, s.s. vegna þróunar- og átaksverkefna eða vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.

Tímabundin viðbótarlaun reiknast í TV-einingum sem bætast við heildarlaun starfsmanns eftir að þau hafa verið reiknuð skv. öðrum launamyndunarþáttum kjarasamningsins. Um er ræða tíu TV-einingar sem hér segir:

Frá 1. janúar 2020:

 

Tímabundin viðbótarlaun eru tæki til að grípa til í þeim tilvikum sem:

  • Starfsmaður tekur að sér tímabundin aukaverkefni sem eru utan hefðbundins verksviðs hans.
  • Starfsmaður sýnir af sér mikið frumkvæði og skarar framúr jafningjum.
  • Tímabundið álag vegna utanaðkomandi aðstæðna.
  • Vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna ef ekki næst að manna störf vegna þeirra.

Tímabundin viðbótarlaun mega aldrei verða hærra hlutfall en fimmtungur dagvinnulauna.

Í hvaða tilvikum má nota TV einingar

Þegar tímabundin verkefni bætast á starfsmann sem eru ekki skilgreind innan starfsgreiningar. Staðfest starfsgreining sem er skráð í mannauðskerfi Garðabæjar þarf alltaf að liggja fyrir áður en mögulegt er að óska eftir greiðslum vegna viðbótarverkefna.

Til að umbuna starfsmanni sem sýnir framúrskarandi frumkvæði umfram aðra í sama starfsheiti eða sambærilegu.

Tímabundið aukið álag; til dæmis vegna langtímaveikinda sem skapa viðvarandi álag.

Þegar ekki næst að manna störf vegna markaðslauna og lögð eru fram rökstudd gögn sem styðja það.

Í hvaða tilvikum má ekki nota TV einingar

Tímabundin viðbótarlaun má ekki nota í þeim tilgangi einum að hækka laun einstakra starfsmanna umfram aðra.

Ef fyrir liggur að viðbótarverkefni verði viðvarandi hluti starf þarf að breyta ráðningarkjörum en ekki grípa til tímabundinna viðbótalauna.

Þegar starfsmaður er tímabundinn staðgengill.

Í hvað langan tíma má nota TV einingar

Tímabundin viðbótarlaun má að hámarki greiða í 8 mánuði. Ef um aðgerð vegna samkeppnisaðstæðna er þó hægt að sækja um undanþágu í allt að 12 mánuði. Þak á fjölda mánaða miðast við 4 ára tímabil, þ.e. ekki má greiða fleiri mánuði til einstaks starfsmanns á hverjum fjórum árum.

Hvernig er ferlið við úthlutun TV eininga

Forstöðumaður stofnunar sendir inn rökstudda beiðni með erindi í ábendingakerfi í Gæðahandbók Garðabæjar. Erindið er fært á viðkomandi sviðsstjóra til umsagnar og staðfestingar. Jafnlaunaráð Garðabæjar hefur eftirlit með beiðnum og afgreiðslum þeirra.