Starfsreglur orlofsnefndar

Starfsreglur Orlofsnefndar

uppfært 23.11.2024

Starfsreglur fyrir orlofsnefnd félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar (STAG)

  1. Orlofsnefnd annast úthlutun orlofshúsa og annarra valkosta sem í boði eru á hverjum tíma á vegum orlofsnefndar STAG.

  2. Eftir 5 ár í starfi hjá Garðabæ myndast réttur félagsmanns til að fá 75% afslátt af leiguverði íbúðar á Spáni, að hámarki af tveggja vikna leiguverði í El Barranco. Réttur þessi endurnýjast 10 árum eftir að hann er nýttur. Staðfestingargjald 25% af leiguverði er ekki endurkræft. Sækja þarf um styrkinn á heimasíðu STAG.

  3. Orlofsnefnd annast rekstur og umsjón eigna. Skal nefndin gera árlega rekstraráætlun í samráði við stjórn STAG. Allar stærri framkvæmdir, fjárfestingar og skuldbindingar orlofshúsa eru háðar samþykki stjórnar.

  4. Fullgildur umsækjandi um leigu á orlofsvalkostum telst sá sem orðinn er 20 ára og hefur verið í STAG eigi skemur en eitt ár. Miðað er við 50% starf eða meira. Orlofsnefnd er heimilt að gera undantekningar varðandi umsækjendur standi hús óleigð.

  5. Félagsmenn geta fengið úthlutað orlofsvalkostum oftar en einu sinni sama árið. Punktastaða hvers umsækjanda ræður úthlutun hverju sinni.

  6. Eftirlaunaþegar/öryrkjar í STAG eru fullgildir félagsmenn næstu tvö ár eftir að þeir láta af störfum, enda hafi starfið verið þeirra aðalstarf a.m.k. síðustu 4 ár fyrir starfslok. Að auki geta þeir sótt um orlofshús í miðri viku á vetrartíma, þeim að kostnaðarlausu. Hafi starfsmaður fengið úthlutað en lætur af störfum áður en útleiga hefst, skal úthlutun standa. Starfsmaður sem lætur af störfum (á ekki við um eftirlaunaþega né öryrkja) á ekki rétt á úthlutun frá starfslokum.

  7. Orlofsnefnd setur félagsmönnum reglur um afnot og viðskilnað í orlofshúsum og hefur heimild til að beita viðurlögum sé þess þörf.

  8. Orlofsnefnd fer með umboð félagsins í félögum húseigenda sem STAG á aðild að.

  9. Virkur félagsmaður safnar 12 punktum á ári eða einum punkti á mánuði. Eftirlaunaþegar/öryrkjar safna ekki punktum eftir starfslok, en nýta punkta samkvæmt reglum.

  10. Frádráttur í punktum við leigu á orlofsvalkostum:

    Frádráttur í punktum við leigu innanlands:

Júní 18 punktar
Júlí 24 punktar
Ágúst 18 punktar
Páskar 18 punktar

Frádráttur í punktum við leigu á El Barranco orlofsíbúð á Spáni:

Júní – ágúst 24 punktar, tvær vikur
September – október 18 punktar, tvær vikur
Nóvember - maí 1 punktur á sólarhring
Starfsaldursstyrkur 24 punktar

Frádráttur í punktum við leigu á Flamenca Village orlofsíbúð á Spáni:

Júní – ágúst 12 punktar, ein vika
September – maí 9 punktar, ein vika

11. Ágreiningur sem kann að rísa varðandi túlkun á starfsreglum skal leggja fyrir stjórn STAG sem sker úr um lausn mála.

Samþykkt breyting á fundi orlofsnefndar þann 23. nóvember 2024.