Birta Austmann Bjarnadóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri STAG. Birta tók við starfinu af Herdísi Sveinbjörnsdóttur sem starfað hefur hjá félaginu undanfarið en lætur nú af störfum vegna aldurs. Við þökkum Herdísi kærlega fyrir samstarfið og góð störf í þágu félagsins.
Birta er menntaður lögfræðingur og stjórnmálafræðingur og hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfamiðlun. Hún hefur starfað sem lögfræðingur og stjórnandi innan stjórnsýslunnar í yfir áratug, nú síðast hjá Háskóla Íslands. Hún býr yfir viðamikilli þekkingu og reynslu sem mun styrkja félagið enn frekar í því að veita félagsfólki okkar góða þjónustu og stuðning.
Stjórn STAG býður Birtu velkomna til starfa og erum við sannfærð um að hún eigi eftir að reynast félaginu vel á komandi tímum.