Opið fyrir umsóknir - páskar innanlands 2026

Opið er fyrir umsóknir um úthlutun í orlofskosti STAG innanlands fyrir páskana 2026, úthlutunartímabilið er 1-8. apríl. 

Opið er fyrir umsóknir til og með 5. febrúar 2026. 

Bókanir fara fram á orlofsvef STAG. 

Upplýsingar um verð bústaða má sjá á orlofsvef STAG en frádráttur fyrir leigu um páska er 18 punktar.

 

ATH. fyrir páskana gildir ekki fyrstur kemur fyrstur fær heldur er úthlutað eftir punktastöðu eftir að umsóknartímabili lýkur. Hægt er að sækja um allt að þrjá orlofskosti.