Opnað verður fyrir vetrarleigu í Flamenca Village, nýrri eign STAG á Spáni, laugardaginn 11. janúar kl. 12 á hádegi, þar gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Leigutímabilið sem nú verður opnað er frá janúar til og með apríl 2025. Sótt er um á orlofsvef STAG þar sem einnig er hægt að skoða eignina.
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarleigu á Spáni 31. janúar 2025.