Gleðilegt nýtt ár - og takk fyrir það liðna

Við þökkum félagsfólki fyrir fyrir nýliðið ár 2025 og tökum á móti árinu 2026. Nýtt ár verður viðburðaríkt fyrir félagið þar sem það mun eiga 50 ára afmæli á vormánuðum og munum við að sjálfsögðu fagna því. Þá munum við halda áfram að leggja okkur fram um að veita félagsfólki okkar góða þjónustu og styðja við það og gæta að réttindum þess og kjörum. Gleðilegt nýtt ár!