Fundir með trúnaðarmönnum

Trúnaðarmenn eru tengiliður milli STAG og félagsmanna á vinnustað og taka þeir þátt í því að standa vörð um kjör og réttindi starfsfólks og sinna því mjög mikilvægu hlutverki á sínum vinnustöðum. 

Fulltrúar úr stjórn STAG ásamt skrifstofu funda reglulega með trúnaðarmönnum félagsins, nú síðast 11. og 12. desember. Meðal þess sem farið var yfir með trúnaðarmönnum voru helstu atriði eftir síðustu kjarasamninga, skýringar á vinnutíma, sjóði félagsmanna auk margra gagnlegra ábendinga sem teknar verða til skoðunar hjá félaginu. Við þökkum trúnaðarmönnum fyrir vel heppnaða fundi og gott samstarf.