Réttindanefnd BSRB bauð upp á fræðsludag fyrir formenn og starfsfólk aðildarfélaga. Gunnar Hrafn Gunnarsson formaður STAG og Birta Austmann Bjarnadóttir skrifstofustjóri mættu fyrir hönd félagsins. Eftirfarandi kom fram á deginum.

Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri endurhæfingarsviðs, kynnti nýtt kerfi sjúkra- og endurhæfingargreiðslna. Nú stendur yfir vinna hjá Tryggingastofnun að innleiða nýtt kerfi sem á að skila einfaldari
stjórnsýslu og auðvelda umsóknarferli einstaklinga.
Fjölnir Sæmundarson, formaður Landssambands lögreglumanna, kynnti stöðu vinnu starfshóps um endurskoðun á fyrirkomulagi bakvakta. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Unnið er að skýrari skilgreiningu á bakvöktum, samræmingu reglna og
mögulegum sameiginlegum kafla í kjarasamningum. Fjallað var um áhrif
nútímatruflana, svo sem símtala utan vinnutíma, greiðslur fyrir slíka truflun og misjafna
framkvæmd bakvakta og útkalla milli stétta.
Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur BSRB, fór yfir nýlega dóma og álit. Rakið var misræmi í talningu
veikindadaga milli hins opinbera og almenna vinnumarkaðar,
Farið var yfir hlutaveikindi. Fjallað var um hvað telst greiðsluskyld veikindi og fjallað um hlutverk trúnaðarlækna og að lokum lausnarlaun.
Hrannar greindi frá fyrirhuguðum áformum um að fella niður áminningarskyldu úr
starfsmannalögum ríkisstarfsmanna. Málið er á frumstigi og ekkert frumvarp hefur verið lagt fram.
Breytingarnar myndu einungis taka til ríkisstarfsmanna, þar sem áminningarskylda 
sveitarfélaga er staðfest í kjarasamningi.