Fara í efni

Spánn - El Barranco

Orlofshúsið okkar á Spáni er eftirsótt og eru öll tímabil á árinu 2018 leigð út fram til október loka.

Ef þú hefur áhuga á að leigja það í haust þá er það laust í sólarhringsleigu og tímabilið frá nóvember og fram til áramóta er komið í útleigu á orlofsvef STAG http://orlof.is/stag/index.php

Þann 1. júní kl. 12:00 fer svo næsta tímabil útleigu á orlofsvef okkar, en það eru mánuðirnir janúar, febrúar og mars 2019.

Tímabilum er skipt niður í sólarhring, viku (eina eða fleiri)  og tvær vikur.
Mánuðina janúar, febrúar og mars er sólarhringsleiga og getur félagsmaður pantað sér á síðunni okkar eins marga daga og honum hentar.
Mánuðina apríl og maí er vikuleiga og er sótt sérstaklega um eina eða fleiri vikur. Sækja má um 1. september 2018.
Mánuðina júní, júlí og ágúst er húsið leigt í tvær vikur og er sótt sérstaklega um það. Sækja má um 15. janúar 2019.
Mánuðina september og október er aftur skipt yfir í vikuleigu og er sótt sérstaklega um eina eða fleiri vikur. Sækja má um 15. febrúar 2019.
Mánuðina nóvember og desember er síðan aftur sólarhringsleiga og getur félagsmaður pantað sér á síðunni frá 1. mars 2019.

Verð: 
janúar, febrúar, mars, er sólarhringsleiga 3.000 kr.
apríl og maí er vikuleiga 22.500 kr.
júní, júlí og ágúst er hálfsmánaðar leiga 45.000 kr.
september og október er vikuleiga 22.500 kr.
nóvember og desember er sólarhringsleiga 3.000 kr.
Óafturkræft staðfestingargjald er 25% af leiguverði.
Starfsaldursstyrkur er 75% af verði hússins.  Þeir sem hafa starfað hjá Garðabæ í fimm ár eða lengur geta sótt um þennan styrk til orlofsnefndar, á eftirfarandi krækju er umsóknarblað.  

Lýsing:  El Barranco  - 1 orlofsíbúð - stærð 100m².  Íbúðin er í fjögurra íbúða húsi, með sér inngangi og sér garði.  Gistirými er fyrir sex manns.  Á fyrstu hæð eru stofa, eldhús, 2 svefnherbergi og baðherbergi.  Á annari hæð er 1 svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.  Af annari hæðinni er gengið út á sólarverönd þar sem eru sólhúsgögn, þvottavél og þurrkari.  Í húsinu er internet. 

Á verönd fyrir framan húsið eru útihúsgögn og gasgrill.  Staðsetning hússins er um 15 km suður af Torrevieja, það er nálægt 3 verslunar/matsölukjörnum (um 20 mín. gangur).  Stutt í laugardagsmarkaðinn á Costa Flamenca.  Nýja verslunarmiðstöðin "Zenia Boulevard" er einvörðungu í fimm mínútna akstursfjarlgæð.

Eigendur í Brisas Y Golf III halda úti bloggsíðu með alls konar upplýsingum sem eiga við í nærhverfinu; http://brisasgolf3.com 

Ef óskað er eftir að leigja húsið vinsamlegast skoðið orlofssíðuna okkar: http://orlof.is/stag/index.php, eða sendið okkur tölvupóst á: stag@stag.is

Hér er kort af stærstu verslunarmiðstöð Evrópu sem var opnuð 2012 Zenia Boulevard:

Hér er krækja á heimasíðu sem auðveldar okkur að finna út vegalengdir á milli staða:
http://www.freemaptools.com/how-far-is-it-between.htm