Fara í efni

Reykjaskógur

Í Reykjaskógi í Biskupstungum á STAG tvö hús - stærð 90m²

Skógarbær er hús nr. 4 og Reykjabær er hús nr. 6 og eru húsin svipuð nema í Reykjabæ er leyft að hafa með sér gæludýr og er það eina húsið þar sem það er leyft.

Leigutími:  allt árið       Vikudvöl:  18.000         Helgardvöl:  9.000     Aukasólarhringur: 3.000

Lýsing: Rúmgóð stofa, eldhús með eldavél, bakaraofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergi með sturtu, tvö svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum.  Barnarúm og barnamatarstóll eru í húsunum.

Gistiaðstaða fyrir fjóra til sex. Sængur og koddar fyrir 8 manns.  Á háalofti er svefnsófi, sjónvarp og lausar dýnur.

Í húsinu er netbeinir og apple tv.

Í öðru húsinu er leyft að vera með gæludýr og hefur það mælst vel fyrir af félagsmönnum okkar.  Þetta eru rúmgóð og björt hús með fínum herbergjum og góðri verönd, falleg útihúsgögn, gasgrill og heitur pottur. Þarna á STAG tvö yndisleg orlofshús í fallegu umhverfi nálægt Brúará.