Fara í efni

Kjarnaskógur

Gata Norðurljósanna í Kjarnaskógi  -  1 orlofshús - stærð 60m²

Leigutími:  allt árið       Vikudvöl:  18.000         Helgardvöl:  9.000     Aukasólarhringur: 3.000

Lýsing: Eldhús með eldavél, bakaraofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergi er nýuppgert með sturtu. Þrjú svefnherbergi, eitt með góðu hjónarúmi og tvö með 90 cm kojum. Gistiaðstaða, sængur og koddar fyrir 6 manns. Sjónvarp, video og DVD í stofu.

Router er kominn í húsið og því hægt að fara á netið í húsinu.

Það stendur miðja vegu í orlofshúsabyggðinni og útsýni yfir flugvöllinn og Vaðlaheiðina.  Stutt í Kjarnaskóg sem er paradís útivistarunnenda. Aðeins 5 km í miðbæ Akureyrar. 

Húsið er mjög notalegt með góðri verönd, fallegum útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.

Með því að fara á google maps:  https://maps.google.com/  og slá inn gata norðurljósanna þá fæst staðsetning sumarbústaðarins, þ.e. sumarhúsabyggðarinnar.  Nákvæmt heimilisfang ekki gefið upp á netinu.

Golfvöllurinn í nágrenninu heitir Jaðarsvöllur og er einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð.