Fara í efni

Undanþágulistar, hverjir eiga að vinna vaktirnar?

Undanþágulisti (einnig nefndur öryggislisti) er listi yfir störf sem undanþegin eru verkfalli. Á honum er tilgreindur sá fjöldi félagsmanna sem skal vera við störf í verkfalli á hverri stofnun og deild. Listinn er sundurgreindur niður á vaktir. Tilgangur listanna er að tryggja „nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu“ (eins og segir í lögum 94/1986) og koma í veg fyrir skaða.

Í vaktakerfum skal fara eftir þeirri vaktaskýrslu sem liggur fyrirþegar valinn er starfsmaður til þess að vinna í verkfalli samkvæmt undanþágulista. Séu fleiri skráðir á vakt en tiltekið er á undanþágulista ákveður stjórnandi hvaða starfsmaður vinnur vaktina.