Fara í efni

Tímavinnufólk og verkfall

Um félagsmenn sem eru í tímavinnu gildir sama regla og ef um fastráðinn starfsmann væri að ræða. Ef félagsmaður er skráður í starfshlutfall eða á vaktarúllu, gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla og er félagsmaður þá í hópi þeirra sem starfað geta á öryggislista (undanþágulista). Ef félagsmaður í tímavinnu er ekki skráður á vaktaskýrslu telst hann vera í verkfalli líkt og aðrir og kemur því ekki til greina við störf samkvæmt undanþágulista.