Fara í efni

Má kalla félagsmenn sem eru í orlofi eða vaktafríi til vinnu?

Vinnuveitanda er ekki heimilt að kalla til vinnu félagsmenn sem hafa verið í orlofi eða vaktafríi eftir að verkfall er hafið, ekki frekar en aðra félagsmenn, nema þá ef þeir eru á undanþágulista eða eru kallaðir til vinnu samkvæmt ákvæði 20. gr. laga nr. 94/1986. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort starfsmaður hefur hafið orlof eða hvort hann hugðist hefja það á verkfallstímabilinu.