Fara í efni

Hver er réttarstaða félagsmanna í verkfalli?

Meginreglan sú að réttarsamband starfsmanna og atvinnurekanda fellur niður á meðan á verkfalli stendur og eru aðilar ekki bundnir af ákvæðum ráðningarsamnings á þeim tíma sem verkfall varir. Þannig falla launagreiðslur niður og skyldur starfsmanns til að inna af hendi vinnu sömuleiðis.

Þegar verkfalli hins vegar lýkur vakna skyldur aðila á ný og er mönnum skylt að koma þá strax til vinnu og atvinnurekanda jafnframt skylt að taka við starfsmönnum sínum í vinnu. Hins vegar hefur almennt verið litið svo á að verkföll hafi ekki áhrif á ávinnslu réttinda. Þannig telst sá tími sem fólk er í verkfalli til vinnutíma þegar réttur viðkomandi er reiknaður út.