Fara í efni

Getur félagsmaður neitað að koma til starfa í verkfalli?

Félagsmanni sem verkfall nær ekki til er ekki heimilt að neita að koma til vinnu í verkfalli. Honum ber að sinna boði yfirmanns um að koma til starfa við þessar aðstæður sbr. almenn ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.