Fara í efni

Af hverju verkfall?

Kjarasamningar STAG og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019, eða í næstum því heilt ár.

Stór mál á borðinu
Við höfum reynt til hins ítrasta að ná samningum. Enn hefur ekki náðst niðurstaða í stórum málum eins og:

  • Launasetningu
  • Jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna markaði
  • Styttingu vinnuvikunnar
  • Útfærslu launaskriðstryggingarinnar
  • Auk annarra mikilvægra mála s.s. orlofsmála, fræðslumála og hækkun greiðslna í styrktar og sjúkrasjóð ofl.

Viðsemjendur hafa einnig gert kröfur um að við gefum eftir mikilvæg réttindi úr kjarasamningi sem við höfum staðið fast gegn og alfarið hafnað.

Okkur hafa verið boðnar minni launahækkanir en samið var um á almennum markaði í svokölluðum lífskjarasamningi.

Við höfum fengið nóg
Skemmst er frá því að segja að viðræður um alla þessa þætti hafa tekið gífurlegan tíma og hafa verið afar erfiðar. Það er engu líkara en að viðsemjendur séu ákveðnir í að þreyta okkur þar til við gefumst upp, það mun hins vegar ekki gerast.