Fara í efni

Fundargerð aðalfundar 2014

Aðalfundur STAG haldinn miðvikudaginn 10. júní 2014
kl.: 16:30 í hátíðarsal Flataskóla

Mættir voru 30 félagar

 

 1. 1.      Fundur settur. Val fundarstjóra og fundarritara.

Vala Dröfn Hauksdóttir formaður setti fundinn kl.: 16:33 og lagði til að Lúðvík Hjalti Jónsson yrði fundarstjóri og Birgit Raschhofer fundarritari.  Var það samþykkt.  Tók Lúðvík við störfum og lýsti fundinn lögmætan á grundvelli boðunar fundarsins og fundarboðs.

 1. 2.      Skýrsla stjórnar.

Formaður lagði fram skýrslu stjórnar og fór yfir hana. Sjá skýrslu stjórnar fskj.: 2.1   Svaraði hún þeim fyrrispurnum sem komu fram.

 1. 3.      Framlagning ársreikninga til umræðu og samþykktar.
  Þorbjörg Kolbeinsdóttir gjaldkeri félagsins lagði reikningana fram og útskýrði þá.  Voru lagðir fram reikningar fyrir:

a)      Vísindasjóð: tekjur voru rúmlega 2,1 milljónir en gjöld rúmlega 1,6 milljónir og var því afkoman jákvæð um 500 þúsund kr.  Skuldir og eigið fé er rúmlega 17,7 milljón. Sjá nánar í fskj.:  3.a.

b)     Starfsmenntasjóð: tekjur voru rétt rúmlega 4 milljónir en gjöld 4,4 milljónir og var afkoma ársins því neikvæð um rúmlega 448 þúsund.  Skuldir og eigið fé er rétt rúmlega 1,7 milljónir.  Sjá nánar í fskj.: 3.b.

c)      Orlofssjóð: tekjur voru rúmar 29 milljónir en gjöld rúmar 14,9 milljónir og var því rekstrarafkoma orlofssjóðsins jákvæð um rúmar 14,7 milljónir. Skuldir og eigið fé er rétt rúmlega 107 milljónir.  Var beðið um að tekjufæra styrki sem veittir eru úr orlofssjóð vegna starfsaldurs og færa þá svo sem styrki á móti til að hægt væri að sjá hverjar rauntekjur væru.  Sjá nánar í fskj 3.c.

d)     Félagssjóð: tekjur voru rúmlega 12,6 milljónir en gjöld tæpar 12,3 milljónir og var afkoma ársins því jákvæð um rúmlega 314 þúsund.  Skuldir og eigið fé er rétt rúmar 6,2 milljónir.  Sjá nánar í fskj.: 3.d.

Sagði hún félaga vera 444 um áramót.  Svaraði hún fyrirspurnum þeim sem komu fram og lagði fundarstjóri reikningana síðan fram til samþykktar alla í einu og voru ársreikningarnir samþykktir samhljóða.

 1. 4.      Lagabreytingar

Engar lagabreytingar voru fyrirliggjandi.

 1. 5.      Tekin ákvörðun um félagsgjöld.

Stjórn lagði til að óbreytt félagsgjöld yrðu árið 2014 og verði áfram 0,9% af heildarlaunum og var það samþykkt samhljóða.

 

Kaffihlé var gert í fimmtán mínútur

 

 1. 6.      Kosning stjórnar.

Vala Dröfn formaður þurfti að segja af sér formennsku vegna persónulegra aðstæðna en gaf kost á sér í varastjórn í staðinn fyrir Sigurð Ottósson og var hún kjörin samhljóða með lófataki.      

Kristján Hilmarsson gaf kost á sér til formanns en engin mótframboð komu og var hann kjörinn samhljóða með lófataki.

Þá var kosið um tvo stjórnarmenn en þau Þorbjörg gjaldkeri og Sigurður Hafliðason voru búin með sín tvö ár en þau gáfu bæði kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til tveggja ára, voru þau kjörin með samhljóða lófataki.

Þá var laust eitt sæti í stjórn til eins árs í stað Kristjáns þar sem hann fór í formannsembættið og var stungið uppá Hallgrími Viktorssyni frá íþróttamiðstöðinni Álftanesi og var hann kjörinn samhljóða með lófataki.        

 1. 7.      Kosning skoðunarmanna reikninga.

Var stungið uppá Önnu Nilsdóttur og Gúðnýju Árnadóttur en til vara Hafþóri Árnasyni og voru þau kjörin samhljóða með lófataki.

 1. 8.      Kosning fulltrúa í menntasjóðs- og orlofsnefnd.

Menntasjóður: Edda Tryggvadóttir gaf kost á sér til áframhaldandi setu í menntasjóð og Vala Dröfn og Gunnar H. Richardsson sem  varamenn.  Voru þau öll kjörin samhljóða með lófataki.  Trausti Valsson hefur verið fulltrúi stjórnar.

Orlofsnefnd:  Dröfn Ágústsdóttir og Helga G. Sigurðardóttir gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í orlofsnefnd sem og varamaðurinn Erla Bil Bjarnardóttir og voru þau einnig öll kjörin samhljóða með lófataki.  Kristján Hilmarsson hefur verið fulltrúi stjórnar.

Vísindasjóður:  Í stjórn vísindasjóðs eru Brynjólfur Brynjólfsson og Þorbjörg Kolbeinsdóttir sem er fulltrúi stjórnar.

 1. 9.      Önnur mál.

a)      Orlofsnefnd kynnir fyrirhugaðar breytingar á orlofshúsum.

Erla Bil sagði frá húsunum sem STAG á í dag, hvaða framkvæmdir hafa verið á árinu og hvaða breytingar væru fyrirhugaðar á þessu ári og næstu árum.  Voru ýmsar umræður um þetta og margar mismunandi skoðanir.  Var m.a. bent á þann möguleika að leigja hús t.d. á Akureyri og í öðrum borgum erlendis sem er flogið beint til.

b)     Vala Dröfn fráfarandi formaður þakkaði fyrir sig þau sex ár sem hún var í stjórn félagsins sem formaður.  Sagði að hún þyrfti að láta aðstæður ráða för sinni vegna persónulegra aðstæðna.   Þakkaði Þorbjörg henni kærlega fyrir mjög góð ár og samstarf, fyrir hönd stjórnar.

 1. 10.  Fundi slitið.

Fundarstjóri sleit fundi kl.: 18:19.

 

 

 

 

 

______________________________

Birgit Raschhofer

Fundarritari