Fara í efni

Yfirvofandi er frekara verkfall félagsmanna STAG

Yfirvofandi er frekara verkfall félagsmanna STAG. 

Hafi ekki samist fyrir mánudagsmorgun 5. júní 2023 munu félagar í STAG sem vinna á eftirtöldum stöðum leggja niður störf frá og með þeim degi þar til samningar nást:  

Leikskólar (dagana 5. júní til 5. júlí. Athugið að fyrri boðun hjá leikskólum um hálfa daga í næstu viku á ekki lengur við.) 

Ásgarður  þ.m.t. sundlaug (ótímabundið verkfall) 

Íþróttahúsið Álftanesi þ.m.t. sundlaug (ótímabundið verkfall) 

Bæjarskrifstofur (dagana 5. júní til 5. júlí) 

Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með fréttaflutningi, samfélagsmiðlum félagsins (Facebook og www.stag.is) og  miðlum BSRB til að fá fréttir af stöðu mála. Vinsamlegast tryggið að allir okkar félagsmenn á þessum vinnustöðum séu meðvitaðir um framgang samningaviðræðna og mögulegt verkfall.  

Verkfallsskráning 

Félagsmenn í verkfalli þurfa að mæta á skrifstofu STAG daglega til að kvitta á verkfallslista eða hafa samband við skrifstofu STAG í síma 565-6622 eða senda tölvupóst á stag@stag.is til að skrá sig.  

Skrifstofa STAG er í kjallara Vídalínskirkju við Kirkjulund, farið er niður fyrir kirkjuna. Vinsamlegast leggið bílum fyrir ofan á bílastæðum kirkjunnar og röltið niður fyrir þar sem takmarkað magn bílastæða er neðan við húsið.  

Frekari upplýsingar um verkfallsaðgerðir STAG 

 • Verkfallsvarsla er í höndum félagsmanna og er skipulögð af skrifstofu félagsins.  
  • Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í verkfallsvörslu og geta skráð sig á skrifstofu STAG. 
  • Við berum öll ábyrgð í verkfallinu og stöndum saman að aðgerðunum.  
  • Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna grun um verkfallsbrot til skrifstofu félagsins. 
 • Almenna reglan er sú að einungis æðsti yfirmaður stofnunar má ganga í störf undirmanna.  
  • Leikskólar: leikskólastjóri 
  • Íþróttahúsin: forstöðumaður íþróttamannvirkja 
  • Bæjarskrifstofur: bæjarstjóri 
 • Félagar fara í sitt fyrirfram skipulagða frí, senda skal upplýsingar úr Vinnustund um staðfesta orlofstöku til skrifstofu STAG. Að sjálfsögðu er tekið tillit til orlofs hjá félagsmönnum en vinsamlegast athugið að upplýsa þarf skrifstofu STAG um orlofstímann sem fyrst. 
 • Umsóknir um verkfallsbætur verða afgreiddar í gegnum heimasíðu BSRB. STAG mun auglýsa  ferlið mjög vel þegar opnað verður fyrir umsóknirnar..  
  • Í verkfalli ávinnur fólk sér ekki rétt til veikinda eða orlofs.  
  • Verkfallsbætur eru áætlaðar allt að 30.000 kr. á dag miðað við fullt starf.  
  • Athugið að skattur er tekinn af bótunum.  
 • Mæta skal til vinnu um leið og skrifað hefur verið undir kjarasamning en þá er verkfalli frestað.  
 • Það er því afar mikilvægt að  fylgjast með fréttaflutningi næstu daga. Vonandi tekst að semja sem allra fyrst.  
 • Ef þið fréttið eða vitið af félagsmönnum sem hafa ekki fengið  þetta skeyti þá er mikilvægt að þeir sendi tölvupóst á stag@stag.is með upplýsingum um netfang og símanúmer. Vinsamlegast látið það berast.   

Með kærri kveðju fyrir hönd stjórnar 

Gunnar Hrafn Gunnarsson- Gunni Rikk 

Formaður STAG