Fara í efni

Sumarúthlutun á Spáni lokið

Búið er að úthluta orlofshúsinu á Spáni sumarið 2019.  Þeir sem fengu úthlutað hafa nú nokkra daga til þess að greiða staðfestingargjaldið.  Mánudaginn 4. febrúar verður opnað aftur fyrir umsóknir um þau tímabil sem ekki gengu út.  Á sama tíma verður einnig opnað fyrir umsóknir á Spáni í september og október 2019.  Opið verður fyrir umsóknir til 11. febrúar.

Mánuðina janúar, febrúar, mars, apríl og maí er sólarhringsleiga og getur félagsmaður bókað á orlofsvef STAG þá daga sem eru lausir.
Mánuðina júní, júlí og ágúst er húsið leigt í tvær vikur og er sótt sérstaklega um það. Opið var fyrir umsóknir 14. janúar 2019 – 27. janúar 2019.
Mánuðina september og október er skipt yfir í vikuleigu og er sótt sérstaklega um eina eða fleiri vikur. Sækja má um frá 4. febrúar 2019.
Mánuðina nóvember og desember er síðan aftur sólarhringsleiga og getur félagsmaður bókað á orlofsvef STAG frá 1. mars 2019.

Upplýsingar um húsið er hægt að nálgast hér