Fara í efni

Stjórn og trúnaðarmenn funda.

Stjórn STAG telur rétt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Þrátt fyrir að STAG hafi ekki samþykkt verkfallsboðun þá mun félagið halda áfram í samningaviðræðum ásamt öllum hinum stéttarfélögunum innan BSRB og ganga frá samningi þegar hann liggur fyrir. Það er því alveg ljóst að félagsmenn STAG munu fá sömu launaleiðréttingar og önnur félög innan BSRB.

Stjórn og trúnaðarmannaráð STAG mun funda mánudaginn 24. febrúar. Frekari upplýsingar munu berast í kjölfar fundar.

Félagsmenn eru hvattir til að senda þau netföng sem þeir vilja að STAG noti framvegis til samskipta við þá á netfangið stag@stag.is