Fara í efni

Staða samningamála hjá STAG

Samninganefnd STAG vinnur nú að því að klára kjarasamning við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Sá samningur verður alveg í sama takti og hjá öllum hinum bæjarstarfsmannafélögunum nema hvað greiðslur vinnuveitenda inn í orlofssjóð eru hærri hjá okkur.

Meðal atriða sem koma með nýjum kjarasamningi má nefna:

  • Stytting vinnuvikunnar
  • 30 daga orlof fyrir alla
  • 90 þúsund króna launahækkun á öll laun á samningstímanum
  • Samningstíminn er 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Um leið og samningur liggur fyrir verður boðað til kynningarfundar og nánari upplýsingar sendar út. Reiknað er með að rafræn kosning muni fara fram um nýjan kjarasamning og því er mjög mikilvægt að félagsmenn sendi netföng sín til STAG á netfangið stag@stag.is (hafi þeir ekki þegar gert svo) til að tryggja að kjörseðill berist öllum.