Fara í efni

Nýtt orlofshús í Kjarnaskógi

Á mánudaginn 26. nóvember kl. 12 á hádegi verður opnað fyrir vetrarleigu í orlofshúsinu í Kjarnaskógi.

Opnað verður fyrir tímabilið frá 30. nóvember til 31. janúar 2019.

Leiguverð er kr. 12.000 fyrir helgarleigu og auka sólarhringur á kr. 4.000.

Í vetrarleigu er alltaf opið fyrir líðandi mánuð og næstu tvo mánuði á eftir, nýr mánuður bætist svo við 1. virka daginn í mánuðinum kl. 12 á hádegi.

Opnað verður fyrir leigu í febrúar þann 3. desember kl. 12 á hádegi.