Fara í efni

Nýr kjarasamningur undirritaður.

Stjórn STAG undirritaði í dag nýjan kjarasamning félagsins við samband Íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Garðabæjar. Í ljósi aðstæðna var undirritun rafræn og er STAG fyrsta bæjarstarfsmannafélagið til að undirrita á þann hátt. 

Félagar eru hvattir til að kynna sér samninginn en hann má finna hér inn á heimasíðu félagsins ásamt ýmsu kynningarefni.

Rafræn kosning um samninginn mun fara í gang föstudagskvöldið 17. apríl og vera opin til kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 22. apríl. Félagar eru hvattir til að fylgjast með tölvupósti sínum.