Fara í efni

Nýjar starfsreglur Mannauðssjóðs KSG

Vinna við sameiningu Mannauðssjóða stéttarfélaga bæjarstarfsmanna innan BSRB stendur nú yfir. Liður í þeirri vinnu er samræming starfsreglna (úthlutunarreglna) allra þriggja sjóðanna. Nýjar reglur Mannauðssjóðs KSG má sjá hér

Helstu nýmæli eru:

  1. Hækkun styrkja upp í 130.000 krónur óháð því hvort ferðast er innanlands eða utan.
  2. Dagskrá skal vera 12 klst og hafa faglegt gildi fyrir starf stofnanna. 
  3. Heimilt er að hafa dagskrá innanlands styttri en skerðist þá styrkur hlutfallslega.
  4. Ef sambærileg námskeið eru í boði innanlands (leiðbeinendur á Íslandi fara með hóp) er ferða og gistikostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur ef námskeiðið er haldið erlendis.
  5. Líða þurfa minnst 3 ár á milli verkefna/ferða hjá stofnun og er miðað við tímasetningu náms/ferðar en ekki umsóknardagsetningar.

Rétt er að minna á að Mannauðssjóður styrkir verkefni stofnanna og er því hópstyrkur en ekki einstaklings.