Fara í efni

Ný íbúð á Spáni

Starfsmannafélag Garðabæjar hefur fest kaup á nýrri íbúð í byggingu í Flamenca Village, Orihuela Costa á Spáni. Íbúðin er á jarðhæð í fjögurra hæða fjölbýli, með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Mjög stutt er í La Zenja mollið, laugardagsmarkaðinn, matvörubúð og á ströndina. Íbúðin verður afhent STAG í ágúst 2024. Hér er hægt að skoða myndir og sjá staðsetningu.