Fara í efni

Launahækkun

1,5% launahækkun.

Launaþróunartrygging: "Verði mæld þróun launakostnaður einhvers hinna fjögurra hópa opinberra starfsmanna lakari en á almennum vinnumarkaði skulu starfsmenn í þeim hópi fá launahækkanir (launaauka) til að jafna mundinn, en verði þróunin opinberum starfsmönnum í hag skal jafna það við næstu ákvörðun."

Launaþróunartrygging er nokkuð sem samkomulag var gert um á vinnumarkaðinum árið 2015. Nú er lokið þriðja og síðasta samanburði á þróun launakostnaðar skv þessu samkomulagi.

Til að gera langa sögu stutta þá munu félagsmenn STAG fá 1,5% launahækkun vegna þessa. Ný launatafla tekur gildi frá 1 janúar og er hækkunin því afturvirk.

Páskar setja strik í reikninginn þannig að ekki er víst að það takist að vinna leiðréttinguna í tæka tíð fyrir næstu útborgun. Kjaradeild Garðabæjar mun þó leggja sig alla fram til að ná þessu inn í næstu útborgun. Ef það næst ekki þá kemur hún mánuði síðar.

Orlofsuppbót verður greidd í næstu útborgun. Hún er 48.000 kr, fyrir skatt, miðað við 100% starf í 12 mánuði.