Fara í efni

Atkvæðagreiðslan stendur sem hæst

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun stendur nú sem hæst og vill stjórn STAG hvetja félagsmenn sína til að nýta atkvæðisrétt sinn. Góðar upplýsingar má finna á upplýsingasíðu félagsins en rétt er að draga hér fram helstu staðreyndir:

  • STAG á engan vinnudeilusjóð og því alveg ljóst að hugsanlegar verkfallsbætur yrðu mun lægri en það sem t.d. Efling er að fara að greiða.
  • Minnst 50% félagsmanna á kjörskrá verða að greiða atkvæði til að atkvæðagreiðslan verði gild og hreinn meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum.
  • 544 eru á kjörskrá.
  • 73 aðilar eru á undanþágulistanum en þeir eru hvattir til að nýta líka atkvæðisrétt sinn!
  • Að kvöldi mánudags 17. febrúar var kjörsókn orðin 24%