Fara í efni

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls félagsmanna STAG á kjarasamningum við Samband Íslenskra sveitarfélaga hefst mánudaginn 17. febrúar kl. 9:00 og stendur til miðvikudagsins 19. febrúar kl. 20.00.

Kosningin verður rafræn og á mánudag munu félagsmenn fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum.

Til að atkvæðagreiðslan sé lögleg þurfa minnst 50% félagsmanna að taka þátt í henni og hreinn meirihluti atkvæða þarf að samþykkja verkfallsboðun.

Athugið að launagreiðslur frá vinnuveitanda falla niður á verkfallsdögum ef til verkfalls kemur. STAG býr ekki svo vel að vera með sérstakan vinnudeilusjóð og mun því ekki hafa sömu möguleika og stærri félögin til að greiða úr vinnudeilusjóði.

Fulltrúar stjórnar verða á skrifstofu félagsins mánudaginn 17. febrúar frá kl. 14 til 17 og veita þar fúslega allar nánari upplýsingar.

Upplýsingasíðu vegna verkfallsboðunar má finna hér: Upplýsingasíða vegna verkfallsboðunar