Fara í efni

Arnarborg í Stykkishólmi

Í Arnarborginni eigum við nú tvö hús, Arnarborg 7 og Arnarborg 13 og eru upplýsingar um húsin hér að neðan;

Arnarborg 7 við Stykkishólm  - 1 orlofshús - stærð 90m²

Leigutími:  allt árið       Vikudvöl:  18.000         Helgardvöl:  9.000     Aukasólarhringur: 3.000

Lýsing: Nýstárleg hönnun og mjög skemmtilegt hús.  Stofan er nett með góðu borðstofuborði, hægt að stækka það fyrir 12 manns. Í eldhúsi eru öll tæki fyrsta flokks, m.a. uppþvottavél og örbylgjuofn.  Baðherbergi er með sturtu og þvottavél.

Gistiaðstaða er fyrir 6-8 manns. Sængur og koddar fyrir 8 manns. Svefnherbergi eru 3. Eitt með hjónarúmi, annað með 140 cm breiðu rúmi og hið þriðja með 90 cm kojum. Ferðabarnarúm og barnamatarstóll eru í húsinu.  Á háalofti er sjónvarp, video og dvd, þar eru líka 3 dýnur. 

Í húsinu er netbeinir og apple tv.

Húsið stendur innst í orlofshúsabyggðinni og útsýnið er stórkostlegt.  Sérstaklega gaman er að fylgjast með fuglalífinu þarna á sumrin.  Aðeins 3 km í miðbæ Stykkishólms.   Húsið er stórglæsilegt með góðri verönd, glæsilegum útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.

-------------------------------------------

Arnarborg 13 við Stykkishólm  - 1 orlofshús - stærð 140m²

Leigutími:  allt árið       Vikudvöl:  22.000         Helgardvöl:  12.000     Aukasólarhringur: 4.000 

Lýsing: Mjög fallegt og stórt hús á einni hæð.  Stofan er góð með stóru borðstofuborði. Í eldhúsi eru öll tæki fyrsta flokks, m.a. uppþvottavél og örbylgjuofn.  Tvö baðherbergi eru, annað er með sturtu en hitt er með þvottavél og þurrkara.

Gistiaðstaða er fyrir 8 manns. Sængur og koddar fyrir 8 manns. Svefnherbergi eru 4. Eitt með king size hjónarúmi (180 cm), tvö eru með 160 cm breiðu rúmi og hið þriðja er með tveimur samanrenndum 90 cm rúmum sem hægt er að renna í sundur og aðskilja og eru þá tvö 90 cm rúm í stað eins 180 cm.  Ferðabarnarúm og barnamatarstóll eru í húsinu.  

Í húsinu er netbeinir og apple tv.

Húsið stendur yst í orlofshúsabyggðinni alveg upp við skógrægtarreitinn og útsýnið er stórkostlegt.  Sérstaklega gaman er að fylgjast með fuglalífinu þarna á sumrin.  Aðeins 3 km í miðbæ Stykkishólms.   Húsið er stórglæsilegt með góðri verönd, glæsilegum útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.